Guðný Helga kynnti 25. apríl grein sem birtist í BMC Anesthesiology og fjallar um lungnastarfsemi sjúklinga sem fá interscalene blokk annarsvegar og þeirra sem fá supraclavicular blokk hinsvegar.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Hydrocortisone við alvarlegri samfélagslungnabólgu
Valdimar Bersi kynnti eftirfarandi grein þann 23. Mars, en hún birtist í NEJM 21. Mars og bendir til gagnsemi hydrocortisone (200mg/slhr gefið í sídreypi) við alvarlegri samfélagslungnabólgu á gjörgæslu.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Tengsl ABO blóðflokka og verkja eftir aðgerð hjá börnum í hálskirtlatöku
Guðný Helga kynnti eftirfarandi grein í fossvogi þann 14. Mars.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Áhrif High-Flow súrefnis á sjúkrahúslegu barna með bráða öndunarbilun
24. janúar kynnti Bjarni Rúnar grein sem birtist í JAMA á árinu. Rannsóknin kannaði hvort snemmbúin notkun High-flow súrefnis hjá börnum með bráða öndunarbilun gæti stytt sjúkrahúslegu þeirra.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Árangur blóðbóta eftir óvænta utanbastsgötun hjá fæðandi konum
9. febrúar kynnti Guðný Helga grein sem birtist í BJA þar sem skoðaðir voru þættir sem tengdust misheppnuðum blóðbótum hjá konum sem höfðu fengið óvænta utanbastsgötun við uppsetningu epidural leggs í fæðingu.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Tranexamsýra í öðrum aðgerðum en hjartaskurðaðgerðum
31. Janúar fjallaði Valdimar um grein sem birtist í NEJM í Maí 2022 þar sem sýnt var fram á að tranexamsýra dregur umtalsvert úr hættu á blæðingum og þörf á blóðgjöf fyrir sjúklinga með hættu á blæðingu eða hjarta- og æðakvilla sem fara í aðgerðir aðrar en hjartaskurðaðgerðir. Ekki tókst að sýna fram á noninferiority hvað varðar hættu á thrombosu og ischemiskum fylgikvillum.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Vökva- og pressoragjöf í kviðarholsaðgerðum og bráður nýrnaskaði
Dóra Sigurbjörg kynnti grein þann 12. janúar sem birtist í BJA. Greinin fjallar um breytinguna sem hefur orðið síðustur ár úr frekar frjálslegri vökvagjöf í aðgerðum þar sem allt að 5L eru gefnir á aðgerðardegi að miklu strangari vökvatakmörkunum sem nú eru meira áberandi og hafa vasopressorar þá meira áberandi hlutverk í að viðhalda hemodynamik. Skoðað er möguleg áhrif á post-op AKI.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Áhrif High-Flow súrefnis á spítalalegu barna með hypoxiska öndunarbilun
24. Janúar s.l. fjallaði Bjarni Rúnar um grein sem birtist í JAMA og fjallaði um notkun high-flow súrefnis hjá börnum með hypoxiska öndunarbilun og áhrif þess á lengd sjúkrahúslegu miðað við hefðbundna súrefnismeðferð.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Stuðtækni við þrálátu sleglatifi í utanspítala hjartastoppi
Valdimar kynnti þann 8. desember grein sem birtist í New England Journal of Medicine í lok nóvember. Greinin fjallaði um meðhöndlun á þrálátu sleglatifi í utanspítala hjartastoppum.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Mekanískir fylgikvillar miðbláæðaleggja á tímum ómstýringar
Guðný Helga kynnti þann 6. desember grein sem birtist nýlega í BJA um tíðni mekanískra fylgikvilla við ísetningu miðbláæðaleggja nú þegar ómstýrð ástunga er orðin normið.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!