OLA próf 2021

Nú er komin staðfest dagsetning fyrir OLA prófið árið 2021 – það verður haldið föstudaginn 16. apríl. Mörg ykkar þekkja prófið af fyrri reynslu en þetta er æfingaútgáfa European Diploma of Anesthesia and Intensive Care part 1, sem haldið er jafnan að hausti ár hvert. Þið getið lesið meira um prófið hér:

https://www.esaic.org/education/edaic/online-assessment/

Takið daginn frá. Ég skrái alla sem eru í sérnámi í svæfinga- og gjörgæslulækningum í prófið í hópskráningu og stendur LSH fyrir kostnaðinum við skráninguna. Þetta er frábært tækifæri til að fá innsýn inn í EDAIC prófið en vert er að minna á að til að ljúka formlega Core Training (2 ára námið) eða ACCS (SKBL) þá þarf að skila niðurstöðu úr prófinu sem staðfestir að maður hefur náð því. Niðurstaðan úr OLA fer svo inn í eportfolio. Þið ykkar sem hafið þreytt og náð EDAIC part 1 getið auðvitað litið hjá þessum pósti – og til hamingju með árangurinn í haust!

Gunnar

Des/remi vs Sevo/fentanyl hjá sjkl. með kæfisvefn!

Heil og sæl öll
Hér kemur fyrsta tilraun til rafrænnar yfirferðar á greinarkynningu. Ég valdi grein sem ber saman stuttverkandi svæfingarlyf (des+remi) vs „hefðbundin“ lyf (sev+fenta) hjá sjúklingum með kæfisvefn, með það markmið að greina hvort önnur blandan sé betri en hin m.t.t. versnunar á kæfisvefnseinkennum í kjölfar svæfingar. 

Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!

Erfiður loftvegur

Á föstudaginn ætlum við að fara í gegnum fyrirbærið erfiður loftvegur. Það að standa frammi fyrir erfiðum loftvegi er eitthvað sem allir svæfingalæknar munu lenda í fyr eða síðar á sínum starfsferli og þá er eins gott að vita hvað rétt er að gera.

Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!