Erfiður loftvegur – Sigurjón Stefánsson

Erfiður loftvegur.

Það að standa frammi fyrir erfiðum loftvegi er eitthvað sem allir svæfingalæknar munu lenda í fyr eða síðar á sínum starfsferli og þá er eins gott að vita hvað rétt er að gera.

Þeir sem vilja vera undirbúnir undir þennan fyrirlestur ættu að verja nokkrum mínútum í að skoða eftirfarandi þrjú skjöl. Hið fyrsta er youtube videó sem margir hafa eflaust séð en þeir sem ekki hafa séð þetta ættu að skoða það.

Annað skjalið sem ég bendi ykkur á að kíkja á er gátlistinn sem við notum til að undirbúa svæfingu. Þetta er mikilvægt allstaðar en sérstaklega á gjörgæslu eða bráðamóttöku af mörgum ástæðum sem við ræðum betur í fyrirlestrinum.

Þriðja skjalið sem ég bið ykkur að líta á er verkferillinn sem við á Landspítala vinnum með þegar við lendum í erfiðum loftvegum. Við munum fara í gegnum þetta á föstudaginn en það væri gagn í að lesa gegnum þessar tvær stuttu síður til að undirbúa sig.

Ég mæli með því að kynna sér greinina sem býr að baki þessum leiðbeiningum svo hún er hér – það er þó ekki nauðsynlegt að lesa hana fyrir fyrirlesturinn.

Í seinni hluta kennslunar munum við svo aðeins kíkja á þau tæki og tól sem við eiga í erfiðum loftvegum, við munum aðeins skoða og prófa tæki eins og videolaryngoscope, IMLA/Fast trach og annað. Hér að neðan er tengill á smá myndband sem sýnir notkun síðarnefnda tækinsins sem fæstir hafa séð í notkun á ykkar stigi.

https://www.youtube.com/watch?v=P4gHL3cKXmc

Fyrir þá sem hafa brennandi áhuga á efninu eru auðvitað til fjöldi greina sem fjalla um málið, ein sú besta er NAP4 rannsóknin og tengill á hana er hér.

Góða skemmtun, Sigurjón.