Velkomin á heimasíðu sérnáms og fræðslu svæfinga- og gjörgæsludeildar Landspítala
Hér má finna efni sem nýtist sérnámslæknum og handleiðurum þeirra, auk þess sem hér mun birtast efni úr fræðslu og greinakynningum sem má finna í fréttaflipanum.
Sérnám í svæfinga- og gjörgæslulækningum var formlega sett á laggirnar haustið 2017 á Íslandi en fram að því var þegar rík hefð fyrir þjálfun almennra lækna sem hugðust fara í sérnám í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Breytingin var þó umtalsverð með tilkomu sérnámsins, ekki síst m.t.t. skráningar og skipulags klínískrar og fræðilegrar vinnu sérnámslæknanna.
Með síðu þessari er vonin að geta auðveldað sérnámslæknum og handleiðurum þeirra að öðlast skýrari sýn á skipulag námsins og námsþætti þess, fá yfirlit yfir skipulagða fræðslu og greinakynningar og geta flett upp í eldri kynningum. Þá verða hlekkir á fræðsluefni, svör við algengum spurningum um e-portfolio og auðvitað öll grunnskjöl sem tengjast náminu og er þar marklýsing námsins fremst meðal jafningja. Síða þessi kemur ekki í staðinn fyrir marklýsinguna sjálfa og ef fyrir koma mótsagnir á þessum tveimur stöðum er það marklýsingin sem gildir. Einnig má finna upplýsingar um European Diploma in Anaesthesia and Intensive Care – EDAIC.
Í svæfinga- og gjörgæslulækningum mætast handverk og hugverk. Þess vegna er afar mikilvægt að samþætta verklega og fræðilega hluta námsins þar sem öryggi sjúklings er ávallt haft að leiðarljósi, sem og samskipti og samstarf við viðeigandi fagaðila sem koma að meðferð sjúklings.
Nýjustu fréttir
- GreinakynningÞað þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!
- GreinakynningÞað þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!
- GreinakynningÞað þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!
- Blæðandi sjúklingar, með eða án blóðþynningar…Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!
- GreinakynningÞað þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!