Kerfisstjóri

Um vefinn

Þessi vefur keyrir á WordPress eins og meira en 60 milljónir annarra vefja á internetinu ef eitthvað er að marka Wikipedia. Vefurinn er hýstur á Dreamhost þar sem honum líður alveg ágætlega enda hefur hann fengið góða þjónustu þar. Til að vefurinn virki svo eins og við viljum þarf að bæta ýmsum viðbótum við kerfið og að lokum þarf að tengja allt þetta saman á réttan hátt.

Allt svona getur bilað og ef svo er vil ég gjarnan fá að vita það sem fyrst. Sendu mér endilega línu ef eitthvað virðist vera bilað – já eða ef þú hefur frábæra hugmynd um það hvernig þessi vefur gæti orðið enn betri!

Svo ég geti haft samband við þig aftur.

//Sigurjón, 2020