Fræðsluefni morgunfunda

Fræðsluefni morgunfundar

Greinakynning á þriðjudögum

Á morgunfundum svæfinga- og gjörgæslulækna á þriðjudögum er jafnan greinakynning.

Sérnámslæknir kynnir þar áhugaverða grein og verða oft fjörugar umræður í kjölfarið.

Umsjónarlæknir í hvoru húsi fyrir sig skiptir greinarkynningarfundum á milli sérnámslækna.

Tilfellaumræða á fimmtudögum

Á fimmtudögum halda sérnámslæknar stutta tilfellafundi þar sem fjallað verður um afmarkað efni sem hugsanlega tengjast spennandi tilfellum eða aðstæðum sem sérnámslæknar hafa lent í og tengjast klínískri vinnu.

Við skipulagning þessara funda, munu sérnámslæknar nýta sér gagnabankann „Anaesthesia Tutorial of the Week“ á vegum World Fedaration of Societies of Anaesthesia (WFSA).

https://resources.wfsahq.org/anaesthesia-tutorial-of-the-week/

Umsjónarlæknir í hvoru húsi fyrir sig skiptir tilfellafundum á milli sérnámslækna.

Föstudagsfundur

Á föstudögum höldum við lengri morgunfundi, sem eru hugsaðir sem formleg fræðsla fyrir sérfræðinga og sérnámslækna, en eru einnig notaðir til að fara yfir praktísk mál er tengjast rekstri deildarinnar.

Á þessum fundum er oft farið náið í ákveðin mál, fjallað um gæðaverkefni og/eða nýjungar og niðurstöður rannsókna af stærri vísindaþingum kynntar.

Martin Ingi Sigurðsson prófessor hefur séð um dagskrá og skipulagningu þessara funda.

Efni með fræðslu og greinum tengt ofannefndum morgunfundum er birt eftir heimtum í fréttaveitu síðunnar og er hægt að nálgast með því að velja viðeigandi flokk í rennunni til hægri í fréttaflipanum – Fræðsluefni morgunfunda.

Við óskum góðfúslega eftir að höfundar kynninga sendi okkur efni til birtingar svo sérfræðingar og sérfræðilæknar beggja deilda geti notið góðs af. Það má gera með því að senda tölvupóst á [email protected]

Nýjustu færslur

Hér að neðan koma tíu nýjustu færslur í þessum flokk. Til að sjá allar færslurnar er best að smella á þennan tengil!

 • Greinakynning
  Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!
 • Tilfellaumræða
  Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!
 • Tilfellaumræða
  Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!
 • Tilfellaumræða
  Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!
 • Tilfellaumræða
  Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!
 • Greinarkynning
  Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!
 • Greinarkynning
  Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!
 • Greinarkynningar
  Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!
 • Dagskrá fræðslu sérnámslækna vorið 2024
  Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!
 • Greinakynning
  Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!