Hvað er e-portfolio?
e-portfolio er skráningakerfi sérnámsins og þar eru bæði gögn sem hlaðið er upp, s.s. æfingar (WPBA), skírteini frá námskeiðum o.fl en þar er einnig gott yfirlit yfir þætti sérnámsins og að mörgu leyti sama efni og er á þessari síðu. e-portfolio er eign sérnámslæknsins og hægt er að hlaða því niður í heild sinni á pdf formi.
Hvernig kemst ég inn í e-portfolio?
Þú ferð á https://lifelong.rcoa.ac.uk/login og skráir þig inn með tölvupóstfangi þínu (@landspitali.is) og lykilorði sem hefur borist þér í tölvupósti. Athugið að sendandi þessa tölvupósts er Lifelong learning. Ef þú finnur ekki póstinn eða manst ekki lykilorðið, smelltu þá á Forgot password. Ef ekkert af þessu virkar skaltu hafa samband við Gunnar kennslustjóra
Hver á að fylla blöðin út?
Oft eru blöðin fyllt út eftir að klínískum aðstæðum sem handleiðsla fjallar um er lokið og það er í góðu lagi. Algengast er að sérnámslæknir og sá sem fylgdist með eða handleiddi í aðstæðunum setjist saman niður og farið yfir blaðið og komi sér saman um texta. Annars skal sérnámslæknirinn fylla blaðið samviskusamlega út og senda til samþykktar og þá hefur móttakandinn tækifæri til að lesa yfir og gera breytingar eða viðbætur eins og þurfa þykir
Er ég að samþykkja að viðkomandi viti allt um ákveðinn námsþátt þegar ég geri „sign-off“?
Handleiðarar fá senda til sín námsþætti þegar sérnámslæknir telur sig hafa lokið þeim og vera með næg sönnunargögn því til grundvallar. Best er að skoða yfir hvað felst í viðkomandi námsþætti í viðkomandi flipa á þessari síðu og átta sig á hvort þær æfingar (WPBA) sem lagðar eru til grundvallar dekki vel öll viðfangsefni námsþáttarins. Ef ekki, má hitta sérnámslækni, fara sérstaklega yfir þá þætti eða ráðleggja að bæta við fleiri æfingum sem fáist við það sem upp á vantar. Samþykkt námsþáttar getur aldrei verið með þeim hætti að búið sé að ganga úr skugga um, með tæmandi hætti, að viðkomandi sérnámslæknir hafi fræðilega þekkingu um allt sem þar kemur fram. WPBA æfingar eiga þó að gefa skýra mynd að næg klínísk reynsla sé fyrir hendi í efninu og fræðilega þekkingin mun alltaf þurfa að standast EDAIC próf og það efni sem er þar til grundvallar.
Hversu oft eiga sérnámslæknir og handleiðari að funda?
Að lágmarki skulu þau funda í upphafi námsvistar, í miðju og í lokin. Reynsla sýnir að fleiri, styttri fundir nýtast mun betur en færri og lengri. Gott er að nota fyrsta fund til að fara yfir hvernig árið mun líta út, reyna að fá sameiginlega yfirsýn yfir hvaða æfingar þarf að gera á tímanum og setja upp markmið til styttri og skemmri tíma (skrá sem Personal Development Plan í eportfolio). Næstu fundir geta svo nýst til að fara yfir námsþætti (Units of Training) sem sérnámslæknir hefur skilað inn til samþykktar og til að undirbúa árlegt uppgjör (ARCP). Þá má alltaf funda eftir sem tilefni er til. Það er þó lykilatriði að sérnámslæknirinn sjálfur setji sér upp skipulega og raunhæfa áætlun um hvernig námsskyldur verði uppfylltar á námstímabilinu.
Hvernig skrái ég handleiðslufundi?
Sérnámslæknir verður að skrá fundi með handleiðara. Það er gert undir Personal Activity og þar má finna Supervisory meeting. Skrá skal tímasetningu og grófulega lýsa hvað var rætt. Athugið að handleiðari getur ekki skráð fundinn í eportfolio sérnámslæknisins.
Hvernig á að tengja saman æfingar (WPBAs) og námsþætti (Units of Training)?
Hvert WPBA er hægt að „linka“ við fjölda námsatriða undir mismunandi námsþáttum og er mjög mikilvægt að vera búinn að afla sér yfirsýnar yfir alla námsþætti í upphafi, til að geta með framsýnum hætti „linkað“ við alla viðeigandi námsþætti. Þannig skapast smám saman betur forsendur til að geta lokað námsþáttum og senda til samþykktar (Completion of Unit of Training – CUT)
Hvað þýða allar þessar skammstafanir?
- WPBA er workplace based assessment og er samheiti fyrir A-CEX, DOPS og CBD
- A-CEX er anesthetic clinical exercise sem er vinnublað fyrir klínískar námsaðstæður þar sem farið var fræðilega yfir það sem gert var
- DOPS er direct observation of practical skills og er vinnublað sem má nota fyrir handverk, s.s. ísetningu slagæðaleggjar eða miðbláaæðaleggjar
- CBD er case based discussion og er vinnublað sem má nota þegar farið hefur verið fræðilega yfir efni
- ARCP er annual review of competency progression. Einu sinni á ári fer fram framvindumat í sérnámi. Matið er framkvæmt af kennslustjórum og panel sérfræðinga í samræmi við reglur Royal College.
- ESSR er educational superisor’s structured report. Í lok hvers árs þurfa handleiðarar að fylla út skýrslu um framvindu sérnámslækna og er þetta lykilatriði í undirbúningi ARCP. Sérnámslæknir „býr til“ ESSR í eportfolio þegar öll WPBA sem notast á við til grundvallar ARCP og þá getur handleiðar fyllt skjalið út.
- CUT er completion of unit of training. Þegar sérnámslæknir hefur gert nægilega mörg og fjölbreytt WPBA að telja má að það uppfylli það sem þarf til að ljúka námsþætti, þá sækir sérnámslæknir um að ljúka námsþættinum og þá fer það til samþykktar hjá handleiðara. Mikilvægt er að það sé sérnámslæknir sem sækir um CUT en ekki handleiðari, það veldur vandræðum í kerfinu.