Yfirlit fyrsta árs

Nám fyrsta árs

Á fyrsta ári þarf sérnámslæknir að standa skil á eftirtöldum atriðum.

MSF (MultiSource Feedback)

Hver sérnámslæknir býr til "multisource feedback" og sendir á 12 aðila, það geta verið sérfræðingar,  hjúkrunarfræðingar eða aðrir starfsmenn. Þetta er gert í e-portfolio.  Tilgangurinn er að fá þeirra álit á færni viðkomandi sérnámslæknis. 

PDP (Personal Development Plan)

Sérnámslæknir setur upp nokkur afmörkuð markmið í sínu eigin e-portfolio. Dæmi um slík verkefni væri til dæmis:

Bætt færni í að mænustinga.
- ég vil oftar geta mænudeyft/stungið án þess að þurfa aðstoð
- ég þarf að stinga oftar og afla mér upplýsinga um bestu aðferðina
- á næstu 3 mánuðum ætla ég að reyna að vera staðsettur oftar á skurðstofu þar sem á að mænudeyfa valkvætt, til þess ætla ég að ræða við starfsstjóra
- ég ætla að horfa á myndbönd á NYSORA og ræða við Einar Pál um að fá ábendingar um bætta aðferð

Námsþættir fyrsta árs

Initial Assessment of Competence – IAC
Preoperative assessment
Premedication
Post-operative and Recovery Room Care
Perioperative management of emergency patients
Induction of General Anaesthesia
Intraoperative Care
Managament of Respiratory and Cardiac Arrest
Infection Control

Æfingar og blöð eru til grundvallar þessu ásamt loggbók. Almennt viðmið er að hafa eitt blað af hverri tegund (DOPS, ACEX og CBD) en stundum getur eitt eða tvö verið nóg til að sýna fram á að kunnátta og færni sé nægileg fyrir viðkomandi námsþátt.

Þeir húsbundnu námsþættir sem við á

Fossvogur: HNE, bæklunarskurðlækningar.
Hringbraut: Gynaecologia, urologia, almenn kirurgia og obstetrik

Gjörgæsla er dálítið sér á parti. Þetta er mun viðameiri námsþáttur en nokkur hinna og ætlast er til þess að sérnámslæknar vinni í þessum námsþætti bæði árin.

OLA próf (OnLine Assessment)

Þetta er æfingaprófið fyrir EDAIC prófið (European Diploma of Anesthesia and Intensive Care)

Handleiðaraskýrsla – ESSR (Educational Supervisor’s Structured Report)

Skýrsla handleiðara.

Minnislisti

Hér að neðan er minnislisti fyrir fyrstu 6 mánuði sérnáms – þetta er í raun Initial Assessment of Competence. Það gæti verið ágætt fyrir handleiðara að prenta þetta út og hafa til hliðsjónar þegar fundað er með sérnámslækni.