PiCCO með Gunna!

Það getur stundum verið snúið þetta með að starta PiCCO, það þarf jú að tengja allskonar slöngur í sjúklingana og stilla monitor á ákveðinn hátt. Til að leiða okkur í allan sannleik um það ferli eru hér komin til hjálpar Gunnar T og Guðlaug með fræðandi mynskeið um efnið.

Til að PiCCO sé sem áreiðanlegast þarf að kalibrera það einu sinni á vakt og svo þarf að nota PiCCO ákvörðunartré til að stýra vökva og pressorameðferð. Slík tré er hægt að finna víða, meðal annars hér að neðan.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér efnið ennfremur má helst benda á kennsluna hans Gunnars um Hemodynamik, hér er slóð yfir á síðuna hans og þar er meðal annars að finna kennslufyrirlestur og tvær góðar greinar um efnið.