Enn fær saltvatn á baukinn
Nýtt fræðsluskema komið í loftið
Sameiginlegt Vísindaþing SGLÍ og SKÍ
Ágætu félagsmenn SGLÍ og sérnámslæknar í svæfinga- og gjörgæslulækningum.
Sameiginlegt Vísindaþing SGLÍ og SKÍ verður haldið 1. apríl 2022 á Hótel Hilton í Reykjavík. Skráning á þingið og í kokteilboð í Ásmundarsafni er hafin hér:
https://athygliradstefnur.is/skraning
Almennt ráðstefnugjald er 15.900 kr en 8.900 kr fyrir sérnámslækna. Vakin er athygli á að skilafrestur ágripa er 1. mars nk. og verður vísindadagskrá birt á næstu vikum. Við hvetjum alla til að ganga frá skráningu sem fyrst.
Í kjölfar sameiginlegs kokteilboðs í Ásmundarsafni hefur stjórn SGLÍ skipulagt kvöldverð fyrir sína félagsmenn og sérnámslækna í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Vox veitingastað, Hilton. Koma þarf skilaboðum til stjórnar SGLÍ um þátttöku í kvöldverðinum við fyrsta tækifæri og eigi síðar en 1. mars nk. Blásið verður til 3 rétta kvöldverðar sem kostar 9.900 kr en SGLÍ greiðir helming af því verði fyrir félagsmenn og býður sérnámslæknum í faginu til kvöldverðar. Hver greiðir fyrir eigin drykki og makar greiða fullt verð.
Vakin er athygli á að aðalfundur SGLÍ fer fram að morgni 1. apríl nk og verður sérstök auglýsing með dagskrá aðalfundar send út.
Með von um góð viðbrögð og þátttöku, f.h. stjórnar SGLÍ,
Gunnar