Sameiginlegt Vísindaþing SGLÍ og SKÍ

Ágætu félagsmenn SGLÍ og sérnámslæknar í svæfinga- og gjörgæslulækningum.

Sameiginlegt Vísindaþing SGLÍ og SKÍ verður haldið 1. apríl 2022 á Hótel Hilton í Reykjavík. Skráning á þingið og í kokteilboð í Ásmundarsafni er hafin hér:

https://athygliradstefnur.is/skraning

Almennt ráðstefnugjald er 15.900 kr en 8.900 kr fyrir sérnámslækna. Vakin er athygli á að skilafrestur ágripa er 1. mars nk. og verður vísindadagskrá birt á næstu vikum. Við hvetjum alla til að ganga frá skráningu sem fyrst.

Í kjölfar sameiginlegs kokteilboðs í Ásmundarsafni hefur stjórn SGLÍ skipulagt kvöldverð fyrir sína félagsmenn og sérnámslækna í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Vox veitingastað, Hilton. Koma þarf skilaboðum til stjórnar SGLÍ um þátttöku í kvöldverðinum við fyrsta tækifæri og eigi síðar en 1. mars nk. Blásið verður til 3 rétta kvöldverðar sem kostar 9.900 kr en SGLÍ greiðir helming af því verði fyrir félagsmenn og býður sérnámslæknum í faginu til kvöldverðar. Hver greiðir fyrir eigin drykki og makar greiða fullt verð.

Vakin er athygli á að aðalfundur SGLÍ fer fram að morgni 1. apríl nk og verður sérstök auglýsing með dagskrá aðalfundar send út.

Með von um góð viðbrögð og þátttöku, f.h. stjórnar SGLÍ,
Gunnar

ESPA webinar

European society for pediatric anesthesia stendur fyrir webinar 29. og 30. september nk. Fyrri dagur er tileinkaður Covid19 en seinni hlutinn fjallar að mestu um loftvegameðferð hjá börnum. Auglýsing með dagskrá og skráningarhlekk afritað hér fyrir neðan;

DAY 1:
“Implications of the Covid19 pandemic on healthcare of paediatric patients in South Africa – insights from stakeholders”

Registration: https://us02web.zoom.us/webinar/register/WN_Jwtysqa0TsiVybu88zUUnQ

DAY 2:
 “Back to basic paediatric anaesthesia”

Registration: https://us02web.zoom.us/webinar/register/WN_qT-nxlKhQKaIEtNUbe8FMA

Stroke management for intensivists – Webinar ESICM

Sæl öll

Við viljum vekja athygli ykkar á að þann 2. september nk fer fram webinar á vegum ESICM þar sem fjallar er um gjörgæslumeðferð heilablóðfalls, m.a. í tengslum við revascularisation og heilabjúg.

Lesa má meira og skrá sig hér:

https://esicm-tv.org/en/live/stroke-management-what-the-intensivist-needs-to-know/4afc6aa61f32a2534a615bed8195b452ce53d1c2

Landspítali á hættustigi

Í ljósi breyttra aðstæðna og samkomutakmarkana ásamt tilmælum farsóttanefndar verðum við að fresta föstudagsfræðslunni á morgun, 26. mars. Upplýsingar um fyrirkomulag fræðslunnar á næstu misserum berast fljótlega. Takk fyrir skilninginn!

Gunnar

Basl með innskráningu?

Ég hef heyrt að það gangi eitthvað erfiðlega fyrir suma að skrá sig inn á síðuna eða að skipta um lykilorð. Ég er að skoða þetta til að reyna að finna villuna en ef einhver er í vandæðum með þetta má gjarnan senda mér skilaboð hér að neðan eða á [email protected] og þá laga ég þetta fyrir ykkur.

//Sigurjón.