Nýir möguleikar á vefnum

Eftir því sem fleiri færslur eru á vefnum verður meira gagn að honum. Hver einasta færsla sem sett er inn á vefinn er merkt með því efni sem færslan fjallar um. Þannig er greinarkynning um meðferð ARDS á gjörgæslu merkt með orðum eins og ARDS, Gjörgæsla og Öndunarvélameðferð.

Nú er hægt að finna þessi merki á fréttasíðunni og þannig sjá allar færslur sem hafa verið merktar með viðkomandi merki. Sjón er sögu ríkari!