Meira um próþrombínfléttunotkunina; Kári Hreinsson kynnti nýjar evrópskar leiðbeiningar sem birtust núna í mars 2021 í Anaesthesia. Þar er meðal annars fjallað um skömmtun í blæðandi sjúklingum sem eru á meðferð með K vítamín antagonistum en einnig um notkun PCC við blæðingar vegna Factor Xa hemla. Þá er þar fjallað um notkun PCC gegn blæðingum í trauma (haemostatic resuscitation), jafnvel þótt engin meðferð sé í gangi með warfarin og eru rannsóknir á þeim sjúklingahópi búnar að skila gagnlegum upplýsingum.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Gagnsemi og öryggi notkunar PCC í blæðingu eftir hjartaaðgerðir
Arnar Jan kynnti niðurstöður safngreinar í síðustu viku úr Annals of Thoracic Surgery frá 2019 þar sem teknar voru saman niðurstöður birtra rannsókna um notkun prothrombin complex concentrate (próþrombínfléttu) við blæðingu eftir hjartaaðgerðir. Sitt sýnist hverjum en e.t.v. verður sýnin skýrari eftir lesninguna?
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Propofol vs dexmedetomidine til slævingar í sepsis
Nýlega birtist grein í NEJM þar sem greint er frá tvíblindri, íhlutandi rannsókn og svörum leitað að spurningunni hvort skammtíma- og langtímahorfur sjúklinga með sepsis í öndunarvél séu betri ef notast er við dexmedetomidine fremur en propofol til slævingar.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Endurlífgun á sjúklingum í grúfulegu
Felix Valsson var með skemmtilega kynningu í vikunni á Systematic review grein úr A&A sem fjallar um endurlífgun á sjúklingum sem fara í hjartastopp í grúfulegu.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Des/remi vs Sevo/fentanyl hjá sjkl. með kæfisvefn!
Heil og sæl öll
Hér kemur fyrsta tilraun til rafrænnar yfirferðar á greinarkynningu. Ég valdi grein sem ber saman stuttverkandi svæfingarlyf (des+remi) vs „hefðbundin“ lyf (sev+fenta) hjá sjúklingum með kæfisvefn, með það markmið að greina hvort önnur blandan sé betri en hin m.t.t. versnunar á kæfisvefnseinkennum í kjölfar svæfingar.