Tranexamsýra í öðrum aðgerðum en hjartaskurðaðgerðum

31. Janúar fjallaði Valdimar um grein sem birtist í NEJM í Maí 2022 þar sem sýnt var fram á að tranexamsýra dregur umtalsvert úr hættu á blæðingum og þörf á blóðgjöf fyrir sjúklinga með hættu á blæðingu eða hjarta- og æðakvilla sem fara í aðgerðir aðrar en hjartaskurðaðgerðir. Ekki tókst að sýna fram á noninferiority hvað varðar hættu á thrombosu og ischemiskum fylgikvillum.

Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!

PCC – nýjar evrópskar leiðbeiningar

Meira um próþrombínfléttunotkunina; Kári Hreinsson kynnti nýjar evrópskar leiðbeiningar sem birtust núna í mars 2021 í Anaesthesia. Þar er meðal annars fjallað um skömmtun í blæðandi sjúklingum sem eru á meðferð með K vítamín antagonistum en einnig um notkun PCC við blæðingar vegna Factor Xa hemla. Þá er þar fjallað um notkun PCC gegn blæðingum í trauma (haemostatic resuscitation), jafnvel þótt engin meðferð sé í gangi með warfarin og eru rannsóknir á þeim sjúklingahópi búnar að skila gagnlegum upplýsingum.

Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!

Gagnsemi og öryggi notkunar PCC í blæðingu eftir hjartaaðgerðir

Arnar Jan kynnti niðurstöður safngreinar í síðustu viku úr Annals of Thoracic Surgery frá 2019 þar sem teknar voru saman niðurstöður birtra rannsókna um notkun prothrombin complex concentrate (próþrombínfléttu) við blæðingu eftir hjartaaðgerðir. Sitt sýnist hverjum en e.t.v. verður sýnin skýrari eftir lesninguna?

Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!