Hádegisfundir á miðvikudögum

Frá 1. febrúar 2021 og út vorið ætlum við að breyta til og taka fyrir spurningar úr sýniprófi EDAIC part 1. Þá deila umsjónardeildarlæknar út 4-5 ákveðnum spurningum fyrir hvern miðvikudag með sama hætti og gert hefur verið með KeyWords. Hver spurning er í 5 liðum með satt/ósatt afstöðu fyrir hvern lið. Þá getur maður skoðað fræðibakgrunn spurningarinnar sem maður fær úthlutað og sagt félögum sínum frá og lagt fram hvað maður heldur að svarið sé við hverjum lið.

Meðfylgjandi er sýniprófið af heimasíðu ESAIC en það er aðeins eitt sýnipróf í boði.

Ég minni svo á að búið er að ganga frá hópskráningu í OLA prófið 16. apríl 2021.

Gunnar

Please Login to Comment.