Martin Ingi kynnti birt, ritrýnt efni um kælimeðferðir eftir hjartastopp og stýrði gagnlegum umræðum um þær á sameiginlegum föstudagsmorgunfundi svæfinga- og gjörgæsludeildar. Þetta var jafnframt fyrsti slíki sameiginlegi fundur sameinaðrar deildar!
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Greinakynning – svæfingadýpt og óráð
Í ágúst sl birtist „Anaesthetic depth and delirium after major surger: a randomised clinical trial“ í BJA. Ása Unnur kynnti niðurstöðurnar á morgunfundi í Fossvogi.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Fræðsla sérnámslækna haust 2021
Stroke management for intensivists – Webinar ESICM
Sæl öll
Við viljum vekja athygli ykkar á að þann 2. september nk fer fram webinar á vegum ESICM þar sem fjallar er um gjörgæslumeðferð heilablóðfalls, m.a. í tengslum við revascularisation og heilabjúg.
Lesa má meira og skrá sig hér:
https://esicm-tv.org/en/live/stroke-management-what-the-intensivist-needs-to-know/4afc6aa61f32a2534a615bed8195b452ce53d1c2
Haustið 2021
Sæl öll!
Nú styttist í fyrsta vinnudag fjölda nýrra sérnámslækna og afleysingalækna á svæfinga- og gjörgæsludeild. Með þessum pósti fylgir uppfærður listi yfir dagskrá fyrstu dagana fyrir nýja sérnámslækna, roterandi sérnámslækna frá bráðamóttöku og afleysandi almenna lækna.
Þá vil ég minna nýja sérnámslækna á að skoða vel þessa heimasíðu en hér er að finna yfirlit yfir skipulag sérnámsins og er ekki seinna að vænn að byrja að glöggva sig á fyrirkomulaginu og hvað þarf að leggja áherslur á fyrstu vikurnar í starfi. Nýir SNL í svæfingu eiga einnig að vera komin með aðgang að Lifelong learning; e-portfolio. Gerið leit í spam og öðrum pósthólfum ef þið finnið ekki póst frá þeim í fljótu bragði, hafið annars samband við mig sem fyrst. Inni á síðunni eru hlekkir á myndbönd með kennslu á eportfolio.
Dagskráin fyrstu vikurnar er þá eftirfarandi:
- 23. ágúst: mæting kl 7:30 á morgunfund í Kennslustofu 13C Hringbraut (Signý Rut, Margrét Arna og Arnar Snær) þaðan sem þið verðið leidd um nýjan vinnustað ykkar! Mótttökumiðstöð nýrra starfsmanna hefur boðað ykkur til ýmissa praktískra mála á mismunandi tímum þennan dag.
- 24. ágúst: heill dagur í sameiginlega fræðslu fyrir alla nýja sérnámslækna Landspítala, auglýsing send frá skrifstofustjóra sérnáms. Athugið að þarna er skyldumæting en ef þið byrjið mun seinna eða hafið áður farið í fræðslu þá á þessi dagsetning mögulega ekki við um ykkur.
- 25. ágúst: heill dagur á skurðstofu
- 26. ágúst: heill dagur á skurðstofu (ath breytt frá fyrra plani)
- 27. ágúst: skurðstofa fyrir hádegi. Hermikennsla í ísetningu CVK kl 11:30-12:30 í hermisetri í Skaftahlíð (inn af matsal) í umsjón Perlu Steinsdóttur SNL, mikilvægt fyrir nýja sérnámslækna að mæta! Sameiginlegur fundur allra sérnámslækna í svæfinga- og gjörgæslulækningum í Skála 5 Fossvogi kl 13-14:15. Athugið að áður auglýst skemmtun um kvöldið fyrir alla nýja sérnámslækna LSH hefur því miður verið felld niður.
- 30. ágúst: Freyr Anton bætist í hópinn og mætir sinn fyrsta dag á morgunfund á Hringbraut og Bjarni Rúnar mætir sinn fyrsta dag í Fossvog
- 1. sept: bjóðum velkomna tvo roterandi sérnámslækna frá bráðamóttöku, þá Olav Emil Myklebust (Hringbraut 6 mán) og Brynjar W Jochumsson (Fossvogur 6 mán). Þá flyst Selma Dögg á Hringbraut í 6 mánuði og Hallfríður í Fossvog í 12 mánuði
- 2. sept: dagurinn byrjar á skurðstofu en svo verður fræðsla fyrir alla nýja lækna kl 9-13 í Skála 5, Fossvogi. Förum yfir uppsetningu sérnáms, e-portfolio, ýmis tölvukerfi og skipulag starfa sérnámslækna
- Einar Logi og Hugrún byrja síðar í haust og eftir áramót
Þetta er langur póstur en vonandi gagnlegur! Hafið samband ef frekari upplýsingar vantar, annars sjáumst við í næstu og þarnæstu viku! Föstudagsfræðsluskema haustsins er í smíðum og verður vonandi birt í næstu viku.
Bestu kveðjur,
Gunnar
Meðferð brenndra og gaseitrana
Að gefnu tilefni var föstudagsfræðsla nýlega í Fossvogi þar sem þau Ívar Sævarsson og Rakel Nathalie Kristinsdóttir fóru yfir meðferð brenndra sjúklinga og sjúklinga sem hafa verið útsettir fyrir hættulegum gastegundum líkt og hætta er á þegar ferðast er við virk eldgos.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Lower tidal volume regimen
Nýlega voru birtar niðurstöður rannsóknar þar sem skoðuð voru áhrif lower tidal volume regimen við ventilation á einu lunga.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Röntgenaugu gjörgæslulækna
Ása Unnur kynnti grein sem ber saman úrlestur gjörgæslækna og röntgenlækna á lungnaröntgenmyndum.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Safe Airway Society og Airwaves
Kári Hreinsson kynnti myndbönd og fræðsluefni þessara tveggja aðila á föstudegi nýverið, hér að neðan er póstur með hlekkjum og sumarkveðju frá Kára:
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Snúningur verðandi líffæragjafa til bestunar lungnastarfsemi
Ása Unnur kynnti grein á dögunum sem fjallar um reglulega, tíða snúninga líffæragjafa til að besta starfsemi lungna fyrir flutning þeirra í líffæraþega.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!