EDAIC part 1 skráning

Þá er búið að opna fyrir skráningu í EDAIC part 1 2021 en það fer fram að óbreyttu 11. september nk.

Hægt er að skrá sig á síðu ESAIC hér en þau sem hyggjast þreyta prófið sinna eigin skráningu.

Gunnar

Landspítali á hættustigi

Í ljósi breyttra aðstæðna og samkomutakmarkana ásamt tilmælum farsóttanefndar verðum við að fresta föstudagsfræðslunni á morgun, 26. mars. Upplýsingar um fyrirkomulag fræðslunnar á næstu misserum berast fljótlega. Takk fyrir skilninginn!

Gunnar

Breyting á fræðsluskema

Ólöf Ámundadóttir, sjúkraþjálfari, á því miður ekki heimangengt á föstudaginn kemur, 12. mars og frestast því erindi hennar um sjúkraþjálfun á gjörgæslu um sinn. Kristinn Sigvaldason verður eftir sem áður með færðslu um næringu á gjörgæslu.

/Gunnar

PCC – nýjar evrópskar leiðbeiningar

Meira um próþrombínfléttunotkunina; Kári Hreinsson kynnti nýjar evrópskar leiðbeiningar sem birtust núna í mars 2021 í Anaesthesia. Þar er meðal annars fjallað um skömmtun í blæðandi sjúklingum sem eru á meðferð með K vítamín antagonistum en einnig um notkun PCC við blæðingar vegna Factor Xa hemla. Þá er þar fjallað um notkun PCC gegn blæðingum í trauma (haemostatic resuscitation), jafnvel þótt engin meðferð sé í gangi með warfarin og eru rannsóknir á þeim sjúklingahópi búnar að skila gagnlegum upplýsingum.

Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!

Námskeið á næstunni

Með vorinu eru á dagskrá tvö námskeið;

Airway BASIC verður 23.-24. apríl
Pediatric BASIC verður 14.-15. maí

Hægt er að skrá sig hjá umsjónardeildarlæknum og hafa samband við Ívar Gunnarsson fyrir frekari upplýsingar. Fjöldi er takmarkaður á hvort námskeið.
/Gunnar

Gagnsemi og öryggi notkunar PCC í blæðingu eftir hjartaaðgerðir

Arnar Jan kynnti niðurstöður safngreinar í síðustu viku úr Annals of Thoracic Surgery frá 2019 þar sem teknar voru saman niðurstöður birtra rannsókna um notkun prothrombin complex concentrate (próþrombínfléttu) við blæðingu eftir hjartaaðgerðir. Sitt sýnist hverjum en e.t.v. verður sýnin skýrari eftir lesninguna?

Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!