Fræðsla sérnámslækna haust 2021
Non-invasive öndunarstuðningur í Covid19
Rakel Nathalie var með greinarkynningu hjá okkur um non-invasive öndunarstuðning í Covid 19 sjúklingum.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Stroke management for intensivists – Webinar ESICM
Sæl öll
Við viljum vekja athygli ykkar á að þann 2. september nk fer fram webinar á vegum ESICM þar sem fjallar er um gjörgæslumeðferð heilablóðfalls, m.a. í tengslum við revascularisation og heilabjúg.
Lesa má meira og skrá sig hér:
https://esicm-tv.org/en/live/stroke-management-what-the-intensivist-needs-to-know/4afc6aa61f32a2534a615bed8195b452ce53d1c2
Haustið 2021
Sæl öll!
Nú styttist í fyrsta vinnudag fjölda nýrra sérnámslækna og afleysingalækna á svæfinga- og gjörgæsludeild. Með þessum pósti fylgir uppfærður listi yfir dagskrá fyrstu dagana fyrir nýja sérnámslækna, roterandi sérnámslækna frá bráðamóttöku og afleysandi almenna lækna.
Þá vil ég minna nýja sérnámslækna á að skoða vel þessa heimasíðu en hér er að finna yfirlit yfir skipulag sérnámsins og er ekki seinna að vænn að byrja að glöggva sig á fyrirkomulaginu og hvað þarf að leggja áherslur á fyrstu vikurnar í starfi. Nýir SNL í svæfingu eiga einnig að vera komin með aðgang að Lifelong learning; e-portfolio. Gerið leit í spam og öðrum pósthólfum ef þið finnið ekki póst frá þeim í fljótu bragði, hafið annars samband við mig sem fyrst. Inni á síðunni eru hlekkir á myndbönd með kennslu á eportfolio.
Dagskráin fyrstu vikurnar er þá eftirfarandi:
- 23. ágúst: mæting kl 7:30 á morgunfund í Kennslustofu 13C Hringbraut (Signý Rut, Margrét Arna og Arnar Snær) þaðan sem þið verðið leidd um nýjan vinnustað ykkar! Mótttökumiðstöð nýrra starfsmanna hefur boðað ykkur til ýmissa praktískra mála á mismunandi tímum þennan dag.
- 24. ágúst: heill dagur í sameiginlega fræðslu fyrir alla nýja sérnámslækna Landspítala, auglýsing send frá skrifstofustjóra sérnáms. Athugið að þarna er skyldumæting en ef þið byrjið mun seinna eða hafið áður farið í fræðslu þá á þessi dagsetning mögulega ekki við um ykkur.
- 25. ágúst: heill dagur á skurðstofu
- 26. ágúst: heill dagur á skurðstofu (ath breytt frá fyrra plani)
- 27. ágúst: skurðstofa fyrir hádegi. Hermikennsla í ísetningu CVK kl 11:30-12:30 í hermisetri í Skaftahlíð (inn af matsal) í umsjón Perlu Steinsdóttur SNL, mikilvægt fyrir nýja sérnámslækna að mæta! Sameiginlegur fundur allra sérnámslækna í svæfinga- og gjörgæslulækningum í Skála 5 Fossvogi kl 13-14:15. Athugið að áður auglýst skemmtun um kvöldið fyrir alla nýja sérnámslækna LSH hefur því miður verið felld niður.
- 30. ágúst: Freyr Anton bætist í hópinn og mætir sinn fyrsta dag á morgunfund á Hringbraut og Bjarni Rúnar mætir sinn fyrsta dag í Fossvog
- 1. sept: bjóðum velkomna tvo roterandi sérnámslækna frá bráðamóttöku, þá Olav Emil Myklebust (Hringbraut 6 mán) og Brynjar W Jochumsson (Fossvogur 6 mán). Þá flyst Selma Dögg á Hringbraut í 6 mánuði og Hallfríður í Fossvog í 12 mánuði
- 2. sept: dagurinn byrjar á skurðstofu en svo verður fræðsla fyrir alla nýja lækna kl 9-13 í Skála 5, Fossvogi. Förum yfir uppsetningu sérnáms, e-portfolio, ýmis tölvukerfi og skipulag starfa sérnámslækna
- Einar Logi og Hugrún byrja síðar í haust og eftir áramót
Þetta er langur póstur en vonandi gagnlegur! Hafið samband ef frekari upplýsingar vantar, annars sjáumst við í næstu og þarnæstu viku! Föstudagsfræðsluskema haustsins er í smíðum og verður vonandi birt í næstu viku.
Bestu kveðjur,
Gunnar
Erfiður loftvegur
Meðferð brenndra og gaseitrana
Að gefnu tilefni var föstudagsfræðsla nýlega í Fossvogi þar sem þau Ívar Sævarsson og Rakel Nathalie Kristinsdóttir fóru yfir meðferð brenndra sjúklinga og sjúklinga sem hafa verið útsettir fyrir hættulegum gastegundum líkt og hætta er á þegar ferðast er við virk eldgos.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Svæfingar & meðganga
Lower tidal volume regimen
Nýlega voru birtar niðurstöður rannsóknar þar sem skoðuð voru áhrif lower tidal volume regimen við ventilation á einu lunga.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!Röntgenaugu gjörgæslulækna
Ása Unnur kynnti grein sem ber saman úrlestur gjörgæslækna og röntgenlækna á lungnaröntgenmyndum.
Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!