EDAIC part 1 árið 2021

ESAIC hefur tilkynnt um dagsetningu fyrir EDAIC part 1 prófið en það verður haldið laugardaginn 11. september 2021, m.a. í Reykjavík. Skráning opnar ekki fyrr en í mars og verður auglýst sérstaklega en endilega takið daginn frá ef þið hafið hug á að þreyta prófið í ár!
/Gunnar

https://www.esaic.org/education/edaic/part-i-examination/

Hádegisfundir á miðvikudögum

Frá 1. febrúar 2021 og út vorið ætlum við að breyta til og taka fyrir spurningar úr sýniprófi EDAIC part 1. Þá deila umsjónardeildarlæknar út 4-5 ákveðnum spurningum fyrir hvern miðvikudag með sama hætti og gert hefur verið með KeyWords. Hver spurning er í 5 liðum með satt/ósatt afstöðu fyrir hvern lið. Þá getur maður skoðað fræðibakgrunn spurningarinnar sem maður fær úthlutað og sagt félögum sínum frá og lagt fram hvað maður heldur að svarið sé við hverjum lið.

Meðfylgjandi er sýniprófið af heimasíðu ESAIC en það er aðeins eitt sýnipróf í boði.

Ég minni svo á að búið er að ganga frá hópskráningu í OLA prófið 16. apríl 2021.

Gunnar

Fræðsluskema janúar og febrúar

Þá er fræðsluskema fyrir janúar og febrúar loksins tilbúið. Þar sem ekki er alveg greið gata fyrir fundahöld á LSH þá bíðum við enn um sinn með þemadaga reyndari sérnámslækna en kýlum ótrauð á aðra fræðslu. Gefum þó bara út tvo mánuði í senn. Skjalið má finna undir föstudagsfræðsluflipanum á síðunni.

Gunnar

Nýtt verklag um meðhöndlun bráðs öndunarvegar á bráðamóttöku

Þann 8. janúar sl. voru kynnt tvö skjöl er snúa að meðhöndlun bráðs öndunarvegar á bráðamóttöku; verklega um hlutverkaskiptingu og ábyrgð annars vegar og gátlisti hins vegar. Takk fyrir góða og gagnlega fundi! Hérna birtast skjölin og rétt að ítreka að athugasemdir og ábendingar eru velkomnar og best að koma þeim til Ólafar Viktorsdóttur, Kristins Sigvaldasonar eða Gunnars Thorarensen.

Gunnar

OLA próf 2021

Nú er komin staðfest dagsetning fyrir OLA prófið árið 2021 – það verður haldið föstudaginn 16. apríl. Mörg ykkar þekkja prófið af fyrri reynslu en þetta er æfingaútgáfa European Diploma of Anesthesia and Intensive Care part 1, sem haldið er jafnan að hausti ár hvert. Þið getið lesið meira um prófið hér:

https://www.esaic.org/education/edaic/online-assessment/

Takið daginn frá. Ég skrái alla sem eru í sérnámi í svæfinga- og gjörgæslulækningum í prófið í hópskráningu og stendur LSH fyrir kostnaðinum við skráninguna. Þetta er frábært tækifæri til að fá innsýn inn í EDAIC prófið en vert er að minna á að til að ljúka formlega Core Training (2 ára námið) eða ACCS (SKBL) þá þarf að skila niðurstöðu úr prófinu sem staðfestir að maður hefur náð því. Niðurstaðan úr OLA fer svo inn í eportfolio. Þið ykkar sem hafið þreytt og náð EDAIC part 1 getið auðvitað litið hjá þessum pósti – og til hamingju með árangurinn í haust!

Gunnar

Des/remi vs Sevo/fentanyl hjá sjkl. með kæfisvefn!

Heil og sæl öll
Hér kemur fyrsta tilraun til rafrænnar yfirferðar á greinarkynningu. Ég valdi grein sem ber saman stuttverkandi svæfingarlyf (des+remi) vs „hefðbundin“ lyf (sev+fenta) hjá sjúklingum með kæfisvefn, með það markmið að greina hvort önnur blandan sé betri en hin m.t.t. versnunar á kæfisvefnseinkennum í kjölfar svæfingar. 

Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!

Erfiður loftvegur

Á föstudaginn ætlum við að fara í gegnum fyrirbærið erfiður loftvegur. Það að standa frammi fyrir erfiðum loftvegi er eitthvað sem allir svæfingalæknar munu lenda í fyr eða síðar á sínum starfsferli og þá er eins gott að vita hvað rétt er að gera.

Það þarf að skrá sig inn til að sjá þessa færslu (eða gera nýskráningu)!