Breyting á fræðsluskema

Ólöf Ámundadóttir, sjúkraþjálfari, á því miður ekki heimangengt á föstudaginn kemur, 12. mars og frestast því erindi hennar um sjúkraþjálfun á gjörgæslu um sinn. Kristinn Sigvaldason verður eftir sem áður með færðslu um næringu á gjörgæslu.

/Gunnar

Námskeið á næstunni

Með vorinu eru á dagskrá tvö námskeið;

Airway BASIC verður 23.-24. apríl
Pediatric BASIC verður 14.-15. maí

Hægt er að skrá sig hjá umsjónardeildarlæknum og hafa samband við Ívar Gunnarsson fyrir frekari upplýsingar. Fjöldi er takmarkaður á hvort námskeið.
/Gunnar

EDAIC part 1 árið 2021

ESAIC hefur tilkynnt um dagsetningu fyrir EDAIC part 1 prófið en það verður haldið laugardaginn 11. september 2021, m.a. í Reykjavík. Skráning opnar ekki fyrr en í mars og verður auglýst sérstaklega en endilega takið daginn frá ef þið hafið hug á að þreyta prófið í ár!
/Gunnar

https://www.esaic.org/education/edaic/part-i-examination/

Fræðsluskema janúar og febrúar

Þá er fræðsluskema fyrir janúar og febrúar loksins tilbúið. Þar sem ekki er alveg greið gata fyrir fundahöld á LSH þá bíðum við enn um sinn með þemadaga reyndari sérnámslækna en kýlum ótrauð á aðra fræðslu. Gefum þó bara út tvo mánuði í senn. Skjalið má finna undir föstudagsfræðsluflipanum á síðunni.

Gunnar

Nýtt verklag um meðhöndlun bráðs öndunarvegar á bráðamóttöku

Þann 8. janúar sl. voru kynnt tvö skjöl er snúa að meðhöndlun bráðs öndunarvegar á bráðamóttöku; verklega um hlutverkaskiptingu og ábyrgð annars vegar og gátlisti hins vegar. Takk fyrir góða og gagnlega fundi! Hérna birtast skjölin og rétt að ítreka að athugasemdir og ábendingar eru velkomnar og best að koma þeim til Ólafar Viktorsdóttur, Kristins Sigvaldasonar eða Gunnars Thorarensen.

Gunnar

OLA próf 2021

Nú er komin staðfest dagsetning fyrir OLA prófið árið 2021 – það verður haldið föstudaginn 16. apríl. Mörg ykkar þekkja prófið af fyrri reynslu en þetta er æfingaútgáfa European Diploma of Anesthesia and Intensive Care part 1, sem haldið er jafnan að hausti ár hvert. Þið getið lesið meira um prófið hér:

Takið daginn frá. Ég skrái alla sem eru í sérnámi í svæfinga- og gjörgæslulækningum í prófið í hópskráningu og stendur LSH fyrir kostnaðinum við skráninguna. Þetta er frábært tækifæri til að fá innsýn inn í EDAIC prófið en vert er að minna á að til að ljúka formlega Core Training (2 ára námið) eða ACCS (SKBL) þá þarf að skila niðurstöðu úr prófinu sem staðfestir að maður hefur náð því. Niðurstaðan úr OLA fer svo inn í eportfolio. Þið ykkar sem hafið þreytt og náð EDAIC part 1 getið auðvitað litið hjá þessum pósti – og til hamingju með árangurinn í haust!

Gunnar