ESAIC hefur tilkynnt um dagsetningu fyrir EDAIC part 1 prófið en það verður haldið laugardaginn 11. september 2021, m.a. í Reykjavík. Skráning opnar ekki fyrr en í mars og verður auglýst sérstaklega en endilega takið daginn frá ef þið hafið hug á að þreyta prófið í ár!
/Gunnar
https://www.esaic.org/education/edaic/part-i-examination/
Hádegisfundir á miðvikudögum
Frá 1. febrúar 2021 og út vorið ætlum við að breyta til og taka fyrir spurningar úr sýniprófi EDAIC part 1. Þá deila umsjónardeildarlæknar út 4-5 ákveðnum spurningum fyrir hvern miðvikudag með sama hætti og gert hefur verið með KeyWords. Hver spurning er í 5 liðum með satt/ósatt afstöðu fyrir hvern lið. Þá getur maður skoðað fræðibakgrunn spurningarinnar sem maður fær úthlutað og sagt félögum sínum frá og lagt fram hvað maður heldur að svarið sé við hverjum lið.
Meðfylgjandi er sýniprófið af heimasíðu ESAIC en það er aðeins eitt sýnipróf í boði.
Ég minni svo á að búið er að ganga frá hópskráningu í OLA prófið 16. apríl 2021.
Gunnar
Fræðsluskema janúar og febrúar
Þá er fræðsluskema fyrir janúar og febrúar loksins tilbúið. Þar sem ekki er alveg greið gata fyrir fundahöld á LSH þá bíðum við enn um sinn með þemadaga reyndari sérnámslækna en kýlum ótrauð á aðra fræðslu. Gefum þó bara út tvo mánuði í senn. Skjalið má finna undir föstudagsfræðsluflipanum á síðunni.
Gunnar
Nýtt verklag um meðhöndlun bráðs öndunarvegar á bráðamóttöku
Þann 8. janúar sl. voru kynnt tvö skjöl er snúa að meðhöndlun bráðs öndunarvegar á bráðamóttöku; verklega um hlutverkaskiptingu og ábyrgð annars vegar og gátlisti hins vegar. Takk fyrir góða og gagnlega fundi! Hérna birtast skjölin og rétt að ítreka að athugasemdir og ábendingar eru velkomnar og best að koma þeim til Ólafar Viktorsdóttur, Kristins Sigvaldasonar eða Gunnars Thorarensen.
Gunnar